
Starfsemi Berserkja

Steinsteypusögun
Við sérhæfum okkur í steinsteypusögun og getum tekist á við verkefni sem krefjast nákvæmni og yfirgripsmikillar þekkingar. Hvort sem það er fyrir heimili eða stærri iðnaðarverkefni þá
skiljum við rýmið þitt tilbúið fyrir næsta skref!

Niðurrif
Þegar kemur að því að rífa niður þá getur þú treyst á Berserki í verkið. Við tökum að okkur verkefni af öllum stærðargráðum.
Við mætum með læti og klárum verkið með vönduðum og snöggum vinnubrögðum

Vinna með asbest
Asbest er steinefni sem þarf sérstaka aðgæslu við að fjarlægja. Öryggi er í fyrirrúmi þegar kemur að fjarlægingu asbests og við fylgjum ströngustu stöðlum til að tryggja að allt efni sé fjarlægt á öruggan og skilvirkan hátt. Starfsfólk okkar er sérþjálfað í að takast á við þessi verkefni með virðingu við umhverfið og reglugerðir.

Múrbrot
Þegar kemur að múrbroti leggjum við mikla áherslu á öryggi og fagmennsku Berserkir eru mennirnir í verkið – það er ekki spurning!

Kjarnaborun
Berserkir leggja mikla áherslu á snyrtimennsku og vönduð vinnubrögð þegar kemur að kjarnaborun.
Við vinnum hratt og skilvirkt með lágmarks raski á umhverfinu.
